Lögmaðurinn Oddur Ástráðsson hefur verið mikið í fjölmiðlum síðustu mánuði þar sem hann er lögmaður bandaríska flugvélaleigusalans ALC sem átti í deilum við WOW air vegna kyrrsetningar flugvélar. Oddur starfaði á fjölmiðlum áður en hann öðlaðist lögmannsréttindi og er nú einn af eigendum lögmannsstofunnar LMB Mandat. Oddur er sonur Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hefur verið viðriðin pólítík í hátt í fimmtán ár í flokki sínum, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði.