fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Ökumaður sektaður um 150 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2019 08:37

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hafði hendur í hári ökumanns sem ók allt of hratt í umdæmi lögreglu um helgina. Bifreiðin mældist á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Ökumaðurinn þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt, að því er segir í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Nokkrir til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu og  fáeinir til viðbótar gerðust brotlegir við umferðarlög með öðrum hætti, svo sem með því að stinga af frá umferðaróhöppum.

Þá urðu nokkur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglu um helgina. Í einu tilvikinu rákust saman jepplingur og flutningabifreið á Garðbraut, en sem betur fer urðu ekki slys á fólki.

Þá varð árekstur á hringtorgi á Reykjanesbraut þar sem ökumaður virti ekki biðskyldu við hringtorgið en ók viðstöðulaust inn á það og hafnaði á bifreið sem var þar fyrir. Ökumenn sluppu við meiðsl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“