fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Gekk inn í Austurbæjarskóla og braut gegn níu ára stúlku: „Ég varð ofboðslega reið, eiginlega meira gagnvart skólanum en manninum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2019 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt atvik átti sér stað í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðarins þegar karlmaður gekk inn í skólann á miðjum skóladegi, lokkaði stúlku í 5. bekk með sér upp á loft skólans, þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Maðurinn var handtekinn nokkru síðar og er rannsókn málsins á lokastigi.

Greint er frá málinu á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Móðir stúlkunnar, Ísöld Ingvarsdóttir, segist hafa fengið þær upplýsingar frá skólanum að maðurinn hafi verið á ferli í skólanum í meira en klukkustund umræddan dag. Starfsfólk hafi séð hann og spurt í hvaða erindagjörðum hann væri en þá hefði hann sagst vera að leita að frænda sínum.

Bent er á það í fréttinni að þetta hafi gerst í upphafi skólaárs þegar erilsamt er í skólanum og ný andlit á göngum hans. Maðurinn hafi komið að stúlkunni þegar hún reyndi að komast hjá því að fara út í frímínútur, boðið henni með sér og hún samþykkt það. „Hún vissi ekki betur en að þetta væri nýr starfsmaður skólans og var meira en til í að fara með honum,“ segir hún.

Þegar upp var komið þuklaði maðurinn á rassi og kynfærum stúlkunnar utan klæða. Stúlkunni tókst að flýja og ná sambandi við kennara en þegar hringt var á lögreglu lagði hann á flótta. Hann var handtekinn nokkrum dögum síðar, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins.

Í fréttinni kemur fram að eftirlit við ganga skólans hafi verið endurskoðað og eru allir starfsmenn hans nú merktir.

Ísold, móðir stúlkunnar, segir að fyrstu dagarnir eftir atvikið hafi verið rosalega erfiðir. Dóttir hennar hafi fengið martraðir en verið létt þegar hún frétti að hann hefði verið handtekinn. Ísold segir að þetta hafi einnig haft mikil áhrif á hana sem móður.

„Ég held að ég hafi fengið einhvers konar áfall. Ég varð ofboðslega reið, eiginlega meira gagnvart skólanum en manninum, því ég lít á hann sem mann sem þarf verulega mikla hjálp. Ég varð reið við skólann því ég hélt að barnið mitt væri öruggt þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur