fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Foreldrar áhyggjufullir eftir árásir við grunnskóla – Aukið eftirlit borið árangur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær vopnaðar á­rásir á ung­menni hafa nú átt sér stað við grunn­skóla í Kópa­vogi með stuttu milli­bili. Í gær barst lögreglu tilkynning við Salaskóla en tilkynnt var í lok ágúst þar sem fjórir ungir menn réðust á fimm­tán ára gamlan dreng með raf­byssu. Líkt og greint var frá í morgun segir í tilkynningu að átökin hafi verið afstaðin þegar lögreglumenn komu á vettvang, að hafnaboltakylfjur, hnúajárn og hnífar hafi komið við í umræddri árás. Lögregla ræddi þó við nokkra hlutaðeigendur og var þeim síðan ekið til síns heima þar sem rætt var við foreldra viðkomandi.

„Engir sjáanlegir áverkar voru á neinum piltanna sem komu við sögu og hvorki hnífar né barefli fundust í tengslum við málið. Unglingarnir voru sammála um að til deilna hefði komið, en sitt sýndist hverjum um atburðarásina. Málið er í rannsókn og unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld.“

„…það þarf ekki meira en eitt Snapchat“

Linda Björk Hilmars­dóttir, for­maður for­eldra­fé­lags Hörðu­valla­skóla, og segir í samtali við Fréttablaðið að foreldrar í nágrenninu væru áhyggjufullir eftir báðar árásir og hafi það leitt til aukiðs eftirlits, sem hún segir hafa borið árangur.

„Það er orðið svo stutt á milli þessara krakka, þau eru með vespur og fleira, þannig það þarf ekki meira en eitt Snapchat að berast um ein­hverja skemmtun að þá eru þau orðin svo mörg á sama blettinum,“ segir Linda Björk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“