fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Margrét fundaði með Strætó – Vagnstjórinn verður ekki rekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. september 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur vagnstjóri sem rak unglingsdóttur Margrétar Friðriksdóttur út úr strætisvagni í fyrradag þar sem hún lenti í erfiðleikum með að greiða fargjald í gegnum Strætó appið vegna skorts á nettengingu verður ekki rekinn. Hins vegar fær hann áminningu. Þetta kom fram á fundi Margrétar með forráðamönnum Strætó í gær.

Ástæðan fyrir því að maðurinn verður ekki rekinn er sú að hann er opinber starfsmaður, eftir því sem Margrét segir. Hún segist hafa lýst þeirri skoðun á fundinum að strætisvagnastjórar ættu að kunna íslensku en Strætó gerir þær kröfur til vagnstjóra að þeir tali annaðhvort íslensku eða ensku.

Á fundinum var spiluð myndbandsupptaka af atvikinu sem Margrét segir að sýni greinilega að stúlkan var að reyna að borga með appinu en ekki tókst vegna tækniörðugleika. Hins vegar sé hljóðrásin í myndbandinu mjög óskýr og erfitt að segja til um hvaða orð viðkomandi létu falla. Margrét segir:

„Er það ekki á ábyrgð Strætó ef nettenginin virkar ekki en þeir auglýsa sig þannig að Stætó sé með WIFI og er það grundvöllur fyrir Strætó appinu myndi ég halda og þess vegna í raun þeirra mistök en ekki farþegans ef svona kemur fyrir og ætti að leyfa öllum að halda áleiðis ferðar sinnar ef tæknin þeirra virkar ekki í vagninum fyndist mér.“

Sjá einnig:

Margrét reið eftir að vagnstjóri rak dóttur hennar út úr strætó

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar