fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Bílabúð Benna fann lyklana og gaf SÁÁ milljón

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. september 2019 16:06

Arnþór Jónsson og Þóra Björnsdóttir hjá SÁÁ taka við einni milljón króna úr hendi Benedikts Eyjólfssonar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina tilkynnti Bílabúð Benna að um tvö hundruð bíllyklum hefði verið stolið frá sölusvæði notaðra bíla hjá Bílabúð Benna á Krókhálsi. Bílabúð Benna hét hverjum þeim sem vísaði á lyklana eða kæmi þeim til skila einni milljón króna í fundarlaun. Finnanda var einnig gefinn kostur á því að láta fundarlaunin renna til líknarmála.

Lyklarnir eru komnir í leitirnar en milljóni fer til SÁÁ. Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ og þar segir:

Farsæl lausn er fundin á lyklastuldarmálinu svokallaða sem verið hefur í fréttum undanfarna daga.

Forsagan er sú að þó nokkru magni bíllykla var stolið frá sölusvæði notaðra bíla hjá Bílabúð Benna, á Krókhálsi, í síðustu viku. Bílabúð Benna fór þá óvenjulegu leið að auglýsa eftir lyklunum á samfélagsmiðlum, þar sem milljón krónum var lofað hverjum þeim sem vísaði á lyklana eða kæmi þeim til skila. Þá var sá kostur gefinn að sá sem ætti hlut að máli gæti ákveðið að láta fundarlaunin renna til góðgerðamála. Svo fór að lokum að lyklarnir komu í leitirnar í gær og er ekki að orðlengja það að Benedikt fór rakleiðis til SÁÁ í morgun og afhenti forsvarsmönnum þeirra eina milljón krónur.

„SÁÁ hefur unnið gífurlega gott starf fyrir þjóðina í tugi ára og því miður fær maður reglulegar áminningar um mikilvægi þess starfs sem þau sinna,“ sagði Benedikt hjá Bílabúð Benna. „Með því að styrkja forvarnir og bæta heilbrigðisþjónustu getum við hjálpað þeim sem þurfa á stuðningi að halda.“

„Við viljum þakka lögreglunni sérstaklega fyrir fagleg og góð vinnubrögð í öllu málinu sagði hann að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari