fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Markaðsstjóri Domino’s segir ekkert benda til þess að pitsusendill tengist hjólaþjófnaði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. september 2019 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Jónsdóttir, markaðsstjóri Domino´s, er afar ósátt við að mynd af pitsusendli fyrirtækisins hafi verið blandað inn í umræðu um hjólaþjófnaðarfaraldur í miðbænum og Vesturbænum og segir hún að sendill sem myndbirtur hefur verið á Facebook, sé að leita réttar síns í málinu.

Bjartmar Leósson, sem vakið hefur athygli fyrir að finna fjölmörg stolin reiðhjól og koma þeim til eigenda sinna, hvatti til myndbirtingar á pitsusendlinum á Facebook. Segist hann vita um tvö tilvik þar sem undarlegt háttalag pitsusendils hafi átt sér stað í aðdraganda reiðhjólaþjófnaðar. Íbúi í Vesturbænum tók mynd af sendlinum og skýrir frá því að hann hafi gert sér fullkomlega að óþörfu ferð í bakgarðs heimilis hennar þó að viðtakandi hafi greinilega merktur við inngang á framhlið hússins. Daginn eftir var reiðhjóli íbúans stolið og framdekki af reiðhjóli eiginmanns hennar.

DV hefur birt myndina þar sem sendillinn er óþekkjanlegur en þannig birtist myndin ekki á Facebook.

Berglind skrifar eftirfarandi athugasemd um málið í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook:

Við hjá Domino’s skoðuðum málið strax enda lítum við það sérstaklega alvarlegum augum þegar birtar eru myndir af starfsfólki okkar og það sakað um þjófnað.

Sendillinn sem um ræðir og sýndur er á myndinni er traustur starfsmaður okkar sem skiljanlega er ekki sama um að vera myndbirtur og sakaður um þjófnað. Hann er nú að leita réttar síns vegna málsins.

Við tökum svona ábendingum að sjálfsögðu alvarlega en í þessu tiltekna máli er ekkert sem bendir til þess að þessi sending og hjólastuldurinn tengist á nokkurn hátt.

Bestu kv.
Berglind Jónsdóttir
Markaðsfulltrúi Domino’s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari