fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Orkupakkaumræðan og ljóðmál herstöðvabaráttunnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. september 2019 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið merkilegt að taka eftir því að umræðan um þriðja orkupakkan hefur farið út í sálma sem maður man varla eftir síðan á tíma herstöðvabaráttunnar. Þá var líka mikið um landráðabrigsl, tal um svik við ættjörðina og þjóðina.

Og hellingur af skáldskap.

Bandaríski háðfuglinn Tom Lehrer samdi eitt sinn lag um borgarastríðið á Spáni. Þar sagði eitthvað á þá leið að Franco og sveitir hans hefðu unnið stríðið en lýðveldissinnar, sem töpuðu, hefðu unnið í laga- og ljóðakeppninni.

Svipað má segja um andstöðuna við veru hers í landi. Herinn fór ekki fyrr en Kaninn vildi það sjálfur. En það voru samin mörg ljóð og lög gegn her í landi. En engin ljóð með her.

Í orkupakkaumræðu síðustu daga skýtur þeim nokkrum upp úr djúpinu. Einn þingmaður Miðflokksins vitnaði í Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum. Það var á sínum tíma nánast eins og helgiljóð hjá herstöðvandstæðingum. Þetta eru línurnar sem þingmaðurinn notaði:

Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir,
vísust af völum:
ætlarðu að lifa alla tíð
ambátt í feigðarsölum
á blóðkrónum einum
og betlidölum?

Nú sýnist manni tæplega að obbinn af þeim sem hafa harðast barist á móti orkupakkanum hafi verið andstæðingar hers og Nató, nei, það er jafnvel þvert á móti. Margir þeirra koma af hægri væng stjórnmálanna – þar var Jóhannes frá Kötlum ekki hafður í hávegum.

Í gær heyrði maður líka vitnað í annað ljóðbrot sem var oft gripið til í herstöðvabaráttunni. Það er eftir skáldkonuna Huldu, úr kvæðinu Hver á sér fegra föðurland?

…svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“