fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Guðni hélt það væri 1. apríl þegar hann sá kvöldfréttirnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. september 2019 09:19

Guðni Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð að játa að ég hélt að 1. apríl hefði verið flýtt þetta kvöld og fréttin væri gabb,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður.

Guðni fjallar í Morgunblaðinu í dag um þá hugmynd að minnka framboð á dýraafurðum verulega í grunnskólum borgarinnar. Sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og fulltrúi í skóla- og frístundasviði borgarinnar, að meirihlutinn væri einhuga um að skoða þetta.

Guðni er þessu ekki sammála enda mikill talsmaður íslensks landbúnaðar. Í greininni rifjar hann upp viðtal RÚV við Líf sunnudagskvöldið 25. ágúst þar sem þetta kom meðal annars fram. Beinir hann orðum sínum að Líf og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

„Hún [Líf] sagði að nú stefndi meirihluti borgarstjórnar að því að taka kjötið og fiskinn af börnunum og boða þeim nýja trú og við þessu ætlar þú að verða læknir minn! Og borgarstjóri! Já, hamfarahlýnun er áhyggjuefnið! Ekki bera bændurnir okkar mikla ábyrgð á þeim stóra vanda eða eiga þeir fyrstir að gjalda fyrir þau axarsköft þjóðanna?“

Guðni bendir á að hér á landi séu rekin fjölskyldubú og nánast vistvænn búskapur. Þetta sé raunar minnsti og „einn flottasti landbúnaður“ í öllum heiminum. „Svo ekki sé talað um blessaða sauðkindina, sem er orsök þess að við erum hér enn, svo vel dugði hún formæðrum og -feðrum okkar í aldir með fæði og klæði. Hvers eiga börn í örum vexti að gjalda að taka af þeim prótínríka fæðu og auka kolvetnisríkan mat í staðinn?,“ spyr Guðni og bendir á að íslenskt kjöt, fiskur og matvörur séu á heimsmælikvarða. Mjólkin sé auk þess mikilvæg til að þroska bein og kalkbúskap barna og ungmenna.

„Hver hefur falið Líf þessari að bera þessa stefnu á borð? Að nú eigi að bjarga jörðinni með því að fórna íslenskum landbúnaði og ef hér verði hætt að framleiða kjöt muni hnötturinn ekki snúast af möndli sínum og mannkynið lifa af. Er það glæpur fiskveiðiþjóðarinnar að draga enn fisk úr sjó og selja sem hollustuvöru um allan heim? Er samráð við foreldra allra barna í grunnskólum Reykjavíkur um þessa nýju stefnumörkun? Hefur verið haft samráð við landlæknisembættið um málið eða næringarfræðinga?“

Guðni segist í fyrstu hafa talið að um grín væri að ræða.

„Ég verð að játa að ég hélt að 1. apríl hefði verið flýtt þetta kvöld og fréttin væri gabb en nú fylgir Líf henni eftir í öllum fjölmiðlum. Fréttamenn stóðu agndofa frammi fyrir Líf eins og jarðarkringlunni væri loksins bjargað og spurðu einskis. Það er mikil ákvörðun að gerast grænmetisæta eða „vegan“. Það er ákvörðun fullorðins einstaklings en ekki barns eða Reykjavíkurborgar fyrir nemendur sína. Hvers eiga börnin að gjalda og bændur okkar og sjómenn? Hvernig verður kolefnisfótsporið með grænmeti fluttu hingað frá öðrum heimsálfum í samanburði við mjólk og lamb framleidd á Íslandi? Mér finnst nú að Líf sé ekki að gera líf barna og unglinga í Reykjavík auðveldara,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra