fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Þórhildi brugðið eftir áfall í háloftunum: „Ég er þakklát flugmanninum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2019 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, var um borð í vél Icelandair sem bilaði í háloftunum í morgun. Flugvélin var leið til Zürich en annar hreyfill vélarinnar bilaði og þurfti vélin því að snúa til baka.

Þórhildur segir á Facebook að henni hafi verið nokkuð brugðið en hún gagnrýnir jafnframt flugfélagið. „Ég var að lenda mjúkri nauðlendingu à Keflavíkurflugvelli eftir að slökkva þurfti á hægri hreyfli á flugvél Icelandair til Zürich. Ég er þakklát flugmanninum fyrir að komið okkur á jörðina heil á höldnu og áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir augljósa hættu,“ skrifar Þórhildur.

Hún segir að við lendingu hafi enginn tekið á móti farþegum. „Ég skil hins vegar alls ekki hvernig Icelandair getur látið það eiga sig að taka á móti okkur við endurkomu í flugstöðina með upplýsingar um næstu skref. Ég var að heyra það núna, klukkutíma efir nauðlendingu að við fáum nýja vél kl 10. Það er í sjálfu sér fínt en mér finnst þetta vond þjónusta og gestrisni við fólk sem upplifði eflaust sama ótta og ég við að frétta að við værum að fara að nauðlenda á einum hreyfli. En ég er semsagt góð bara,“ segir Þórhildur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni