Mikið var að gera hjá lögreglunni á laugardagsmorguninn eins og kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í hverfi 108 óskaði starfsfólk verslunar eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar á heyrnartólum. Sakborningur sparkaði síðan í öryggisvörð sem hafði afskipti af honum. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Var þetta upp úr klukkan fimm í morgun.
Í miðbænum, laust eftir kl. 6, var tilkynnt um mann sem væri að ganga á milli bíla og brjóta á þeim hliðarspegla. Er lögregla fann manninn var hann í annarlegu ástandi og með ýmsa muni í fanginu, sem kom síðar í ljós að voru úr innbroti í fyrirtæki þar skammt frá. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt um innbrot í gám í hverfi 270. Hljóðkerfi stolið. Málið er í rannsókn.