
Klukkan tíu í gærkvöld var bíll stöðvaður í hverfi 116. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Bíllinn reyndist vera ótryggður og voru skráningarnúmer klippt af. Farþegi í bílnum var 12 ára barn ökumannsins og var tilkynning send til Barnaverndar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni frá 17 í gær til 5 í morgun. Átta voru vistaðir í fangageymslu.
Klukkan hálftvö í nótt var bíll stöðvaður í hverfi 270 þar sem ökumaður virti ekki stöðvunarskyldu. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og brot á vopnalögum. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.
Á fjórða tímanum í nótt var maður handtekinn í Austurstræti. Hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar. Var hann vistaður sökum ástand síns og fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.