fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Sjáðu myndband: Fjöldamorðingi hleypur um nakinn eftir að hafa framið hryllilegan glæp

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Virginíu-fylki, Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir að drepa móður sína, systur sína og fjórtán mánaða gamlan frænda sinn. Frá þessu greinir New York Post.

Thomas Bernard var handtekinn stuttu eftir að lögregla fann lík þriggja fjölskyldumeðlima hans, auk lík hunds á sameiginlegu heimili hans og fórnarlambanna.

Lögreglan handtók Bernard eftir að hann hljóp nakinn um íbúðarhverfi á meðan að lögregluþjónn reyndi að hafa hendur í hári hans. Myndband af þessum furðulega eltingaleik dreifist nú um netheima, en á því má sjá Bernard veitast að saklausum borgara á meðan lögregla eltir.

Eftir að Bernard var handtekinn á hann að hafa ítrekað skallað búr í lögreglubifreiðinni sem hann var í. Lögreglan flutti hann fyrst á geðsjúkrahús, en nú er hann í fangelsi í stöðugu eftirliti.

Ekki er vitað hver ástæða glæpsins var. Talið er að Bernard hafi verið að glíma við alvarleg geðræn vandamál löngu áður en morðin áttu sér stað.

Hér að neðan má sjá myndbandið af Bernard er hann hleypur nakinn frá lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Í gær

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“