fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Forbes: Slepptu því að fara til Íslands og farðu frekar þangað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 19:00

Er Grænland að verða heitara en Ísland?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Begley Bloom, pistlahöfundur Forbes, hvetur þá lesendur sem hafa áhuga á að heimsækja Ísland til að skoða frekar aðra áfangastaði. Nefnir Laura níu aðra áfangastaði í grein sinni sem ber yfirskriftina: Why you should skip Iceland and go to these 9 under-the-radar places.

Laura þessi skrifar um ferðir og ferðalög fyrir Forbes sem er eitt víðlesnasta viðskiptatímarit heims.

Laura byrjar grein sína á þeim orðum að marga dreymi um að heimsækja Ísland. Engan skuli undra, enda Ísland margrómað fyrir einstaka náttúrufegurð. Hún hvetur fólk þó til að íhuga nokkur atriði áður en það bókar flug.

Í fyrsta lagi nefnir hún fjölda þeirra ferðamanna sem heimsækja Ísland og bendir á að það séu sex ferðamenn fyrir hvern heimamann hér á landi. Vísar hún þá væntanlega til heildarfjölda þeirra ferðamanna sem eiga leið um Ísland. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru þeir rúmar 2,3 milljónir árið 2018. Þá vísar hún í gömul ummæli Birgittu Jónsdóttur þess efnis að miðborg Reykjavíkur væri eins og Disneyland. Og með falli WOW air sé tími mjög ódýrra flugferða til og frá landinu liðinn.

Sem fyrr segir nefnir Laura níu áfangastaði sem ferðalangar ættu að skoða frekar. Hún nefnir Grænland sem kemur kannski ekki á óvart enda hefur landið verið mikið í umræðunni eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga á að kaupa það.

Laura nefnir einnig Nýfundnaland úti fyrir ströndum Kanada, Finnland, Portúgal, Asoreyjar, Alaska, Noreg og Færeyjar. Loks nefnir hún Idaho-ríki í Bandaríkjunum sem Laura segir að stundum sé kallað hið nýja Ísland. Margt sé líkt með Íslandi og Idaho; hverir, jarðböð, tilkomumikil fjöll og fallegt landslag.

Hér má lesa greinina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker