fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Fast skotið á Guðlaug Þór: „Eins og hann sé bara að tapa sér drengurinn“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 10:42

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra í gær vakti mikla athygli. Í ræðunni gerði hann stólpagrín að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.

Ræða Guðlaugs var innlegg í umræðuna um þriðja orkupakkann, en Sigmundur og Guðlaugur eru ósammála um þetta umdeilda mál.

Rætt var um ræðuna umtöluðu á Facebook-hópnum Orkan Okkar Baráttuhópur, en þar er mikið rætt um þriðja orkupakkann, en þeir sem tjá sig í hópnum eru andvígir orkupakkanum, ólíkt Guðlaugi.

Færslan sem hóf umræðuna var stutt, en jafnframt ansi harðorð. Í henni er Guðlaugur sagður eins og „hlægjandi fífl“.

„Sá Gulla þarna í ræðustól í dag. Það er eins og hann sé bara að tapa sér drengurinn. Eins og fáviti bara gólandi og hlægjandi eins og fífl!“

Ummælin undir færsluna eru nokkur og eru þau jafnframt ekkert sérstaklega til stuðnings Guðlaugi.

„Greinilega kominn í þrot… og ekkert annað eftir í stöðunni en að láta eins og hálfviti og verða sér og sínum til skammar…“

„Móðursýkislegur æsingurinn minnti mig á gelgju í kasti… Skrækur tónn og allt..“

„Hann fengi þó seint Óskarinn fyrir leikræna tilburði.

Ætti að horfa á sjálfan sig í endurspilun… og skammast sín…“

„Guðlaugur Þór ráðherra talar eins og hann hefur vitið til.“

Sum Ummælin beindust þó ekki bara að Guðlaugi, heldur ríkisstjórninni og öllu Alþingi.

„Svona hagar öll ríkisstjórnin sér við þjóðin skiptum ekki máli nema bara þegar koma kosningar.“

„Akkúrat þeim er svo skítsama um þjóðina og landið líka.“

„Alþingi í dag er ekkert annað en trúðaskóli.“

„Ekki varð þessi leikþáttur hans Guðlaugs til auka á virðingu alþingis. Á þetta fólk ekki að vera til fyrirmyndar hér heima og erlendis.“

„Klaustursgengið hafði það sér til afsökunar að vera drukkið en margir þingmenn virðast geta stoppað þá edrú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“