Tilkynnt var um strandaðan hval við Gróttu á Seltjarnarnesi í dag, í annað sinn á örfáum dögum. Síðan kom í ljós að um var að ræða hval sem var aflífaður á dögunum. Talið var að hvalurinn hefið verið skotinn og sprengur og honum sökkt en hann flaut alheill að sjá og flestir töldu í fyrstu að um lifandi hval væri að ræða. Meðfylgjandi myndband sýnir er hvalurinn var dreginn á land.