fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Fjarðalax fær leyfi til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 17:22

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur veitt Fjarðalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Patreksfirði og Tálknafirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vefsíðu stofnunarinnar þann 5. júlí sl. og var frestur til að skila inn athugasemdum til 2. ágúst 2019. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar.

Fjarðalax sótti um rekstrarleyfi fyrir 10.700 tonnum af laxi í Patreks- og Tálknafirði. Umsókn um rekstrarleyfi var móttekin 26. júlí 2016. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Fjarðalax FE-1144 í Patreks- og Tálknafirði. Við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur rekstrarleyfi til bráðabirgða úr gildi.

Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 12.200 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna. Tekið var tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld