fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Margrét telur að Sigmundur sé að fela sig fyrir heimspressunni – „Þá breyta menn bara um nafn“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var nýverið í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky News en þar ráðlagði hann Bretum að ganga tímabundið í EES.

Það vakti þó eflaust athygli margra að Sigmundur kom ekki fram undir sínu fulla nafni í viðtalinu. Hann kom fram sem „David Gunnlaugsson“ en einhverjir hafa verið að velta því fyrir sér hvers vegna hann var ekki titlaður með sínu fulla nafni.

Það er algengt að Íslendingar noti önnur nöfn utanlands þegar nöfn þeirra eru til dæmis óþjál fyrir útlendinga eða eru skrifuð með íslenskum stöfum. Nafnið Sigmundur inniheldur þó enga íslenska stafi og nafnið verður seint talið óþjált.

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur sínar hugmyndir um ástæðuna fyrir titli Sigmundar en hún talaði um málið á Facebook-síðu sinni. Hún telur að Sigmundur hafi sleppt Sigmundar nafninu svo það sé erfiðara fyrir heimspressuna að leita að upplýsingum um hann á netinu.

„Nú getur vel verið að hann hafi notað nafnið David þegar hann var í náminu dularfulla í Bretlandi en sem stjórnmálamaður heitir hann ekki David Gunnlaugsson heldur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hugsanlega er niðurstaðan í gúggli á því nafni í heimspressuni David þessum ekki nægilega hagstæð – og þá breyta menn bara um nafn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“