fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Inga Sæland kjaftstopp: „Þá hefst martröðin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er gjörsamlega orðin kjaftstopp og þá er nú mikið sagt,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga hefur lengi gagnrýnt stefnu meirihlutans í Reykjavík í samgöngumálum og talað fyrir greiðari leið einkabílsins.

Tilefni þess að Inga er nú kjaftstopp er frétt og myndband sem birtist á mbl.is í morgun. Þar voru birtar loftmyndir frá Vesturlandsveginum sem syndu glöggt þá miklu umferð sem er úr Mosfellsbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal á morgnana.

Inga segir á Facebook-síðu sinni:

„Þá hefst martröðin að koma sér í vinnunna. Við sem búum ekki í 101 sitjum sannarlega ekki við sama borð og BORGARSTJÓRINN. En það er í hans umboði sem öll þessi óreiða, tafir og pirringur er í reykvískri umferðarteppu í dag. Gengur það langt að höggva hægri beygjuna frá Snorrabraut inn á Sæbraut. Á hvaða vegferð er þessi borgarstjórn eiginlega ? Ég er gjörsamlega orðin kjaftstopp og þá er nú mikið sagt.“

Inga hefur áður tjáð sig um umferðarmálin í borginni og gagnrýnt. Í október í fyrra birti hún myndband sem hún tók þegar hún sat föst í umferðarteppu.

„Það er nú kannski kominn tími til að fara að hætta að grobbast af því, eins og hér er gert, þegar verið er að hægja á umferð í borginni. Ég held við ættum frekar að fara að greiða fyrir henni. Við hljótum að ráða því sjálf hvort við kjósum einkabílinn eða ekki,“ sagði hún í myndbandinu sem Fréttablaðið fjallaði um á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld