fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Sjáðu atvikið sem allir eru að tala um: Guðlaugur Þór gerði grín að Sigmundi Davíð

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 12:52

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji orkupakkinn hefur eflaust ekki farið framhjá neinum enda er hann búinn að vera mikið í umræðunni í allt sumar. 

Orkupakkinn hefur verið í umræðu á Alþingi síðan í morgun en það var mikið hlegið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á. Hringbraut birti myndband af þessu.

Sigmundur Davíð sakaði Guðlaug Þór um að hafa ekki svarað einni einustu spurningu og bætti síðan við að Guðlaugur Þór væri með þráhyggju gagnvart sér. 

Þá kom Guðlaugur Þór í pontuna, hlær og segir:

„Þar kom að því, ég er kominn í meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að hans mati.“

Þá skaut Sigmundur Davíð inn í og sagði: „Það er langt síðan.“

Guðlaugur Þór missir sig þá og nánast allur þingsalurinn með honum

„Að sjálfsögðu, við erum öll þar. Við erum öll þar. Háttvirtur þingmaður, þú ert búinn að átta þig á þessu. Þetta gengur allt út á þig. Allt út á þig. Þriðji orkupakkinn, þetta er aukaatriði. Við erum öll með þráhyggju út af þér. Við getum ekki hugsað um annað en þig. Þú sást þetta.“

Sjáðu þetta sprenghlægilega atvik í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld