fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Klemens sagður áreittur á sviði – „Þetta er kynferðisbrot og þessi aðdáandi ætti að skammast sín“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi gaf aðdáandasíða Hatara út yfirlýsingu eftir tónleika þeirra í Lundúnum.

Þar er talað um að aðdáandi hafi gripið í klof Klemens, eins meðlims hljómsveitarinnar. Aðdáandasíðan fordæmir verknaðinn og biðlar til fólks að hætta slíkri hegðun.

„Meðlimir Hatara tengjast aðdáendum sínum líkt og engin önnur hljómsveit. Við ættum að virða það. Einhver kom við klof Klemensar í kvöld. Svo ég bið alla aðdáendur hljómsveitarinnar að gjöra svo vel að hætta að gera svona lagað! Þeir eru ekki vinir eða kærastarnir okkar og þeim líður óþægilega vegna svona hegðunar. Virðið þá bara, og njótið tilfinninganna og orkunnar sem þeir gefa okkur!“

Í athugasemd við yfirlýsinguna segir einn aðdáandi sem tók upp flutning þeirra í gær:

„Sé ekkert vel, en á augnabliki virtist Matthías reiður út í einn áhorfenda sem var einmitt þar sem að Klemens var. Klemens fór fljótlega af sviðinu eftir á, hneigði sig ekki eða neitt. Hann mætti ekki í neinar aðdáendamyndatökur með Einari og Mattías eftir tónleikana og engin þeirra mætti í eftirpartýið. Mjög ömurlegt að einhver hafi gert svona lagað, Ég er brjálaður!“

Í annarri athugasemd segir:

„Þetta er kynferðisbrot og þessi aðdándi ætti að skammast sín.“

Á myndbandi sem tekið var á tónleikunum sést ekki hvort að einhver hafi komið við Klemens á óviðeigandi hátt, en á ákveðnum tímapunkti virðist Matthías líta reiðilega í átt að áhorfenda á meðan Klemens virðist vera brugðið. Það atvik á sér stað þegar um ein mínúta og fjörtíu sekúndur eru liðnar af myndbandinu.

Hér að neðan má sjá myndbandið og svo yfirlýsinguna í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“