fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Systur unnu 26 milljónir á laugardag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það voru tvær lukkulegar systur með sitthvorn vinnings miðann sem mættu til Íslenskrar Getspár á mánudaginn. Önnur þeirra hafði keypt vinningsmiðann í Happahúsinu Kringlunni en hin á heimasíðu Getspár, lotto.is . Báðar hafa þær keypt þessa röð í mörg ár enda tengjast tölurnar fjölskyldunni órjúfanlegum böndum.“

Þetta segir í frétt á vef Lottó en fjórir skiptu með sér aðalvinningnum á laugardag. Potturinn var býsna stór, eða rúmar 100 milljónir króna.

Önnur systirinn átti afmæli á laugardag og var hún nýbúin að setjast fyrir framan sjónvarpið þegar hún sá tölurnar birtast á skjánum.

„Hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og hringdi að sjálfsögðu strax í systur sína til að kanna hvort hún hefði ekki örugglega líka keypt sömu röð, sem og hún hafði gert og því hlýtur hvor þeirra 26.379.360 skattfrjálsar krónur.“

Í fréttinni kemur fram að þriðji vinningshafinn hafi verið með sínar tölur í áskrift en ennþá séu tveir ósóttir vinningar, annar keyptur í Hagkaup Furuvöllum og hinn Hjá Jóhönnu á Tálknafirði. Við hvetjum því alla sem keyptu miða á þessum stöðum að skoða vel og vandlega hvort þar leynist vinningur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld