fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Duterte segir Íslendinga drullusokka – „Vonandi frjósið þið í hel sem fyrst“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, vandar Íslandi ekki kveðjunnar samkvæmt stærsta enskumælandi fjölmiðli Asíuríkisins. „Vonandi frjósið þið í hel sem fyrst,“ hefur fjölmiðillinn Inquirer eftir forsetanum. Í fréttinni, sem var birt í dag, kemur ekki fram hvar þessi orð féllu.

Svo virðist sem orð Duterte um Ísland séu verulega dónalega, því fjölmiðilinn ritskoðar orð hans, sem eru á filippseysku. Samkvæmt lauslegri þýðingu Google virðist hann í það minnsta kalla Íslendinga drullusokka. Hann gagnrýnir Ísland harðlega fyrir að leyfa fóstureyðingar og vitnar þar til laga sem voru samþykkt nýverið af Alþingi.

Í fréttinni kemur enn fremur fram að hann íhugi alvarlega slíta öllu stjórnmálasambandi við Ísland. Deilur Íslands við Filippseyja hófust ályktun Íslands á þingi mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna, hvar kallað var eftir óháðri rannsókn á stöðu mannréttindamála í landinu. Var tillagan samþykkt.

Miðflokkurinn hefur komið Duterte til varnar nýverið og sagði til að mynda Birgir Þórarinsson, þingmaður flokksins, að Ísland ætti ekki að gagnrýna landið og forsetann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið