fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Páll segir borgina á hálum ís: „Þetta er Reykjavík – ekki Austur-Berlín fyrir hrun múrsins“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er auðvitað með hreinum ólíkindum. Einhver tilfallandi borgarstjórnarmeirihluti ætlar að þvinga börn til að framfylga vægast sagt umdeildum kenningum í næringarfræði og umhverfisvernd. Þetta er Reykjavík – ekki Austur-Berlín fyrir hrun múrsins.“

Þetta segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, í athugasemd undir færslu sem Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, skrifaði í gærkvöldi.

Sjá einnig: Deilur kjötæta og grænkera á Íslandi harðna: „Notum bara alvöru íslensku, þetta lið heitir siðblindingjar“

Um fátt hefur verið meira rætt undanfarinn sólarhring en deilur kjötæta og grænkera. Eins og DV greindi frá í gær eru kjötætur æfar yfir því að Reykjavíkurborg hyggist skoða það að minnka framboð á dýraafurðum í grunnskólum borgarinnar.

Eyþór Arnalds tjáði sig um málið í gærkvöldi og sagði að flestir gætu verið sammála því að skólamatur í Reykjavík gæti verið betri. „En í stað þess að bæta matinn í grunnskólum ætla fulltrúar „meirihlutans“ í borgarstjórn að skerða prótíninnihald fyrir reykvísk skólabörn,“ segir Eyþór og bætir við að spara eigi kjöt og fisk fyrir börn í nafni umhverfisverndar.

„Nú er það svo að best er að borða úr sínu nærumhverfi. Og það vill svo til að fiskur og kjöt á Íslandi er í sérflokki. Nei ef vinstri menn í borgarstjórn vilja minnka kolefnisfótsporið væri við hæfi að þeir byrjuðu á sjálfum sér. En létu börnin okkar fá góðan og fjölbreyttan mat,“ sagði Eyþór í færslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið