fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Vakti alla íbúa hússins í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 08:32

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu í stigagangi fjölbýlishúss í Hafnarfirði á öðrum tímanum í nótt. Konan, sem var ofurölvi, lét ófriðlega og var búin að vekja alla íbúa hússins þegar lögregla kom á vettvang. Hún var ekki með nein skilríki og hafði þar að auki ekki lykla að íbúð sinni. Að sögn lögreglu var konan handtekin og færð á lögreglustöð þar sem hún var vistuð vegna ástands síns.

Lögregla handtók svo karlmann í annarlegu ástand á Laugavegi rétt fyrir miðnætti. Tilkynnt hafði verið um manninn vera að veitast að fólki. Hann var vistaður í fangageymslu.

Nóttin var að öðru leyti tiltölulega róleg hjá lögreglu. Tveir ökumenn voru stöðvaðir eftir miðnætti, annar á Vesturlandsvegi og hinn á Bíldshöfða, en báðir eru þeir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið