fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Deilur kjötæta og grænkera á Íslandi harðna: „Notum bara alvöru íslensku, þetta lið heitir siðblindingjar”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur milli kjötæta og grænkera virðast einungis harðna en matarræði grunnskólabarna stefnir í að verða helsta deilumál þessarar viku. Fyrr í dag greindi DV frá því að kjötætur væru æfar yfir því að Reykjavíkurborg hygðist skoða það að minnka framborð á dýraafurðum í grunnskólum borgarinnar.

Sjá einnig: Harðkjarna kjötætur æfar yfir kvöldfréttunum: „Þetta þarf að stoppa“

Nú eru grænmetisætur æfar yfir þeim viðbrögðum og falla þung orð í umræðu um málið í FB-hópnum Vegan Ísland. Í þeim hópi er frétt DV um málið deilt og sitt sýnist hverjum. „Eru þau líka á móti þyngdaraflinu og náttúruöflunum?“ spyr til að mynda ein kona.

Sumir grænkerar virðast ekki hafa hátt álit á kjötætum. „Skörpustu hnífarnir í skúffunni samankomnir,“ segir ein kona. Maður nokkur vitnar í fyrirsögn DV og segir: „„Harðkjarna kjötætur“ – notum bara alvöru íslensku, þetta lið heitir siðblindingar.“ Kona nokkur segir svo kjötæturnar ekki með réttu ráði. „Ég er ekki viss um að það borgi sig að svara þessu liði. Suma heilaveilu er ekki hægt að lækna.“

Í þessum sama þræði kveður Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, sér hljóðs. Hún bendir á að margir virðist hafa misskilið málið. „Ég fór fyrir þessum hópi sem gerði matarstefnuna en hún var samþykkt af fólki úr öllum flokkum. Væri ekki gott mál að við bara bendum öll á að það sem samþykkt hefur verið er aukið VAL um grænkerafæði en ekki bann við einu eða neinu.“

Kjöt er fyrir fátækt fólk

Hinn þekkti og umdeildi Gunnar Smári Egilsson er með áhugaverða nálgun á málið og greinir það út frá stéttum. Gunnar Smári bendir á að kjöt sé matur hinna fátæku, til dæmis kjötfars og kjúklingur, en ekki hafi allir ráð á að gerast vegan:

Nú stefnir í stríð milli grænkera og kjötæta yfir matnum í skólamötuneytum í Reykjavík. Slík stríð hafa verið háð um allan heim, á öllum tímum. Grunnurinn að baki átökum í Rúanda eru deilur um landnotkun milli Húta, sem rækta korn og rætur sér til matar, og Tútsa, sem halda nautgripi og þurfa beitarlönd. Í gegnum aldirnar, allt fram á okkar tíð, jók fólk sem komst í efnir kjötneyslu sína á meðan hin fátækari lifðu á grænmeti og korni. Stéttaátökin voru því á milli kjötæta og grænkera. Þessi átök leiddu til linnulausra byltinga grænkera, hver elíta lagðist síðan í kjötát og var steypt í næstu byltingu. Leið Brahmíta á Indlandi var að gerast grænmetisætur og halda þar með völdum. Það trix dugði í fimm þúsund ár, þeir héldu völdum á meðan valdastéttir annarra landa misstu völd sín vegna kjötáts. En nú hefur dæmið snúist við að einhverju leyti. Það er ekki lengur merki um ríkidæmi að borða kjöt heldur eiginlega öfugt; alþýðan lifir á kjötfarsi og kjúklingum á meðan hin betur settu eru vegan, enda kostar það sitt. Hvernig túlka á stríðið um skólamatinn út frá þessu er ekki gott að segja; er þetta bylting eða uppreisn? Eða er yfirstéttin að auka kúgun sína, þröngva lífsstíl sínum og trú upp á hin valdalausu?

Sterkar skoðanir á Twitter

Fjöldi fólks hefur tjáð sig um málið á Twitter en hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“