fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Guterres: Parísarsamkomulagið ekki lengur nóg

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2019 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að Parísarsamkomulagið frá 2015 dugi ekki lengur til og þörf sé á auknum aðgerðum í loftslagsmálum.

Þetta sagði Guterres að loknum leiðtogafundi sjö stærstu iðnríkja heims sem nú fer fram í Barritz í Frakklandi. Fjallað er um erindi hans á vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu.

„Það er afar brýnt að ríki skuldbindi sig til að bæta við það sem lofað var í París, því loforðin sem gefin voru þar hrökkva ekki til,“ sagði hann meðal annars.

„Við höfum séð almenna borgara fylkja liði, ungt fólk fylkja liði og við vonumst til að ríki heims komi til New York til að skuldbinda sig til að ná kolefnisjöfnuði fyrir 2050,“ sagði Guterres en til að það gerist þurfi að endurskoða áætlanir um aðgerðir.

„Og við verðum að hafa hugfast að skattleggja ber kolefni ekki fólk. Binda ber enda á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og hætta að byggja kola-orkuver eftir 2020.“

Guterres sagðist hafa sótt G7 fundinn vegna þess að hann fæli í sér gott tækifæri til að kalla eftir öflugum aðgerðum af hálfu alþjóðasamfélagsins.

„Ung fólk hefur verið í fararbroddi og við munum byrja fundinn með leiðtogafundi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, en við þurfum á góðum fordæmum að halda, ekki síst af hálfu þeirra sem tilheyra G7 ríkjunum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“