fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Ölvun og líkamsárásir – 141 mál hjá lögreglunni á Menningarnótt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi mætt í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt en 141 mál var skráð hjá lögreglunni, þar á meðal fimm líkamsárásir en hermt er að þær hafi allar verið minniháttar. 

Í tilkynningu lögreglunnar segir að Menningarnótt hafi farið að mestu leyti vel fram en eftir kl. 19:00 hafi meiri ölvun gert vart við sig meðal gesta. Eitthvað var um mál sem snéru að barnaverndarlögum, meðal annars vegna barna sem lögregla þurfti að hafa afskipti af og og þá var nokkuð hellt niður af áfengi hjá ungmennum sem ekki höfðu aldur til að drekka. Átta manns gistu fangaklefa lögreglu í nótt vegna ýmissa brota.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að gestir hafi nýtt sér þjónustu Strætó og að umferð hafi gengið greiðlega strax eftir flugeldasýninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Í gær

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“