fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Dularfulla glasið við Grensásveginn talið skilaboð úr undirheimunum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2019 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er líklegt að plastglös í mismunandi litum sem er reglulega stillt upp á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar séu tengt fíkniefnasmygli. Hringbraut greinir frá þessu en samkvæmt heimildum fjölmiðilsins er líklegt að þetta séu skilaboð úr undirheimum Reykjavíkur. Nánar tiltekið þá ku glasið  tákna að fíkniefni séu að finna á ákveðnum stað.

Vísir fjallaði um sambærilegt mál árið 2014 og þá var fullyrt að bollarnir væru skilaboð til tilvonandi fíkniefnakaupenda. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segist í samtali við Hringbraut kannast við þá kenningu en segir lögreglu þó ekki hafa leyst gátuna. Hann útilokar ekki að ástæðan geti verið eitthvað sárasaklaust svo sem listagjörningur.

„Ég veit nú ekki í hvort þetta sé tengt því eða ekki, við getum ekki fullyrt um það. Þetta getur líka verið einhver að fíflast í ykkur og okkur, einhver listgjörningur. Það gæti alveg eins verið,“ segir Karl Steinar.

Líkt og fyrr segir þá telja heimildarmenn Hringbrautar að glasið sé skilaboð glæpasamtaka. Glasið geti til að mynda þýtt að stór sending af fíkniefnum væri komin til landsins. Litur glassins tákni að þau séu falin á samsvarandi stað. Til að mynda sé glasið blátt þá séu fíkniefnin í „bláu holunni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“