fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Fatlaður drengur sagður hafa verið rekinn úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla: „Hvaða skóli vísar fötluðu barni úr skóla á öðrum degi?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérdeildin í Fjölbrautaskólanum við Ármúla rak í dag fatlaðan dreng sem hafði verið einungis tvo daga á deildinni. 

Fyrri daginn var drengurinn með fylgdarmann með sér en síðan var sagt að hann þyrfti ekki fylgdarmanninn seinni daginn. Drengurinn missti sig seinni daginn, líklega vegna öryggisleysis, og fór að henda hlutum og láta ófriðlega. 

Vilmundur Hansen, faðir drengsins tjáði sig um málið á Facebook síðu sinni í dag.

„Fyrstu viðbrögð skólans (og við eru að tala um sérdeild fyrir fötluð börn) eru að reka hann úr skólanum.“

Ástæðan fyrir brottrekstrinum er sú að deildin henti honum ekki og að börnin þar séu svo viðkvæm. Þessi börn sem sögð eru viðkvæm eru í mörgum tilfellum sömu börn og drengurinn hafði verið með í Klettaskóla í tíu ár.

„Ég verð að segja að sérdeildin í Ármúla fellur gríðarlega í áliti hjá mér við svona framkomu. Hvaða skóli vísar fötluðu barni úr skóla á öðrum degi?“

Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, sagði í samtali við DV að ekki hafi verið um brottrekstur að ræða. 

„Það er verið að leita að úrræðum fyrir hann en ég má náttúrulega ekki vera að ræða neitt um einstaka nemendur. Þetta er bara allt í skoðun.“

Magnús þvertekur fyrir að drengnum hafi verið vísað úr skólanum.

„Það er ekki búið að reka neinn úr skólanum“

Hér fyrir neðan má lesa Facebook-færslu Vilmunds í heild sinni

https://www.facebook.com/vilmundur.hansen/posts/10220171157059549

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“