fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Leit í Þingvallavatni: Hefja aðra leit með kafbáti á fimmtudag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2019 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að belgískum ferðamanni, Björn Debecker, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið.

Í skeyti sem lögreglan á Suðurlandi birti á Facebook í hádeginu kemur fram að björgunarsveitarmenn hafi leitað í vatninu í gær og notað við þá leit fjarstýrðan kafbát með myndavél.

„Kafbáturinn var settur út á völdum stöðum þar sem dýpi er á bilinu 30 til 50 metrar og fengust nokkuð góðar myndir af þeim svæðum en sjónsvið bátsins er um 40 metrar. Leit var hætt upp úr kl. 20:00 í gærkvöldi án árangurs. Svæðisstjórn og lögregla mun funda á miðvikudagsmorgun, annarsvegar til að fara yfir þær aðgerðir sem þegar hefur verið farið í og hinsvegar skipuleggja leit með öðrum kafbáti sem stefnt er að því að nota á fimmtudaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“