fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sló manninn í höfuðið með glasi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2019 08:24

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi, en þar hafði kona slegið mann í höfuðið með glasi.

Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði, að því er segir í dagbók lögreglu, og blæddi mikið úr höfði mannsins. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en konan var vistuð í fangageymslu lögreglu.

Fleiri mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Þannig hugðust lögreglumenn stöðvað för ökutækis í Háaleitis- og Bústaðahverfi rétt fyrir tvö í nótt en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Síðar kom í ljós að þessi sami ökumaður hafði fyrr um kvöldið verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og var hann þá sviptur ökuréttindum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp klukkan sjö í gærkvöldi en þar hafði bifreið verið ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti. Íbúar höfðu stöðvað akstur konunnar sem var undir stýri og var hún handtekin þegar lögregla kom á vettvang.

Þá slasaðist ökumaður á Suðurlandsvegi við Rauðhóla um hálf níu leytið í gærkvöldi þegar hann ók út af veginum. Bifreiðin fór nokkrar veltur og slasaðist ökumaðurinn mikið, að sögn lögreglu. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar en lögregla þurfti að loka veginum meðan unnið var á vettvangi. Ekki er vitað frekar um meiðsl ökumannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd