fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025

Alexander varð fyrir fólskulegri árás grímuklæddra drengja í Árbænum: „Mér leið eins og væri að deyja“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 2. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn nítján ára Alexander Máni varð fyrir fólskulegri árás við Árbæjarkirkju í gærkvöldi þegar hann var í göngutúr með hundinum sínum.

Alexander segir í samtali við blaðamann að hópur drengja hafi ráðist að honum upp úr þurru, spreyjað í augun á honum með spreybrúsa.

„Ég var bara að labba með hundinn minn, hlusta á tónlist, njóta mín. Ég sá fjóra stráka í fjarska. Ég sá ekkert í andlitin á þeim.“

„Allt í einu heyri ég öskur fyrir aftan mig, sný mér við og fæ piparsprey í andlitið,“
Alexander segir að þeir hafi allir verið grímuklæddir og því hafi hann ekki séð framan í þá. Hann segir einnig að sársaukinn vegna piparúðans hafi verið mikill.

„Þetta var hræðilegt, þetta brann mikið og lengi bæði í augunum og hálsinum. Þetta fór í munninn á mér og ég náði ekki andanum.“

„Fyrir aftan Árbæjarkirkju er brunnur sem ég komst í, en ég gat ekki kyngt vatninu og þurfti að spíta því út. Þegar ég skolaði augun leið mér eins og þau væru full af sandi.“

„Þetta var hörmulegt, mér leið eins og væri að deyja. Ég gat ekki andað.“

Drengirnir sem réðust á Alexander veittust þó ekki frekar að honum.

„Ég var hræddur um að þeir ætluðu að ræna mig, en þeir hlupu í burtu þegar maður kom þar að á hjóli.“
Alexander er mjög þakklátur stúlku sem að hjálpaði honum eftir árásina. „Ég er mjög glaður að hún hafi verið þarna, tók símann minn og hringdi á neyðarlínuna,“

„Ég veit ekki hvort þeir hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en þeir virtust ekki vera með neitt í kollinum, voru bara í ruglinu,“ segir Alexander um drengina sem eiga allir að hafa verið svartklæddir.

„Ég var bara að labba framhjá og þeir hafa hugsað, afhverju ekki bara að spreyja á þennan?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau