Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fjórða tímanum í morgun vegna mikils elds í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang mætti þeim mikill svartur reykur en talið er að enginn hafi verið í húsinu við eldsupptök.
Um tveimur klukkutímum síðar var útlit fyrir að slökkviliðið hefði náð að slökkva eldinn, en hann magnaðist upp aftur skömmu síðar. Hermt er að allir slökkviliðsmenn á bakvakt hafi jafnframt verið kallaðir út ásamt ýmsum sem voru í sumarfríi.
Hér má sjá myndir af eldsvoðanum.