fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

„Amfetamín“ megrunarkaffi til skoðunar hjá MAST: „Ég myndi falla á lyfjaprófi ef ég myndi nota þetta!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Megrunarkaffi sem er til sölu hér á landi er nú til skoðunar hjá Matvælastofnun og Lyfjaeftirliti Íslands. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Í kaffinu er amfetamínskylt efni, en það er virka efnið phenylethylamine.  Efnið, PEA, er á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA). Íþróttafólk sem neytir kaffisins gæti því fallið á lyfjaprófi og verið bannað úr keppni, því efnið er amfetamínskylt.

Athygli var vakin á kaffinu í Facebook-hópnum Motivation stelpur og í kjölfarið sendu ábendingu á MAST.

Morgunblaðið ræddi við Birgi Sverrisson, framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins. Hann segir að MAST hafi borist ábendingar um megrunarkaffið og innihaldsefni þess.

Birgir segir að þetta örvandi efni sé árangursbætandi og hættulegt heilsu fólks og þess vegna sé það á bannlista WADA

„Lyfið er amfetamínskylt og það ætti að vera ólöglegt að selja þetta í flestum löndum. Þessi vara er skólabókardæmi um eitthvað sem varað er við. Vörur sem eiga að grenna fólk eða auka vöðvamassa þess, þær ber að varast. Það er oft eitthvað óvenjulegt í þessu,“ segir Birgir.

Vert er að vekja athygli að um er að ræða bæði kaffi og kakó sem inniheldur þetta örvandi efni.

Mikil umræða hefur myndast um kaffið í Facebook-hópnum Motivation stelpur.

Vakin var athygli á megrunarkaffinu föstudaginn síðastliðinn af einum hópmeðlimi.

„Get ekki setið á mér lengur. Þar sem þetta er miklu hættulegra en við gerum okkur grein fyrir. Ég keypti þetta kaffi og fór svo að skoða innihaldið,“ segir hún

„Ég myndi falla á lyfjaprófi ef ég myndi nota þetta! Hættið að láta blekkjast. Er hér að vara ykkur við.“

Fjöldi kvenna skrifuðu við færsluna og myndaðist mikil umræða í kjölfarið í hópnum.

„Ok ég er ekki vel að mér í efnafræði og ætla ekki fara út í þá umræðu EN ef þetta virkar í alvöru, er fólk þá bara ekkert að pæla í því af hverju þetta virkar? Er fólk bara tilbúið að taka allan fjandann inn svo lengi sem það missir einhver kíló eða sentimetra? Áttar fólk sig ekki á því að EF það er eitthvað í þessu kaffi sem hefur þau áhrif á mann að maður léttist, matarlyst minnkar og maður grennist án þess að maður auki hreyfingu eða borði minna eða hollar þá séu alveg helvíti miklar líkur á því að það sé eitthvað í þessu kaffi sem hefur örvandi áhrif? Og kaffið sé þar af leiðandi varhugavert fyrir að minnsta kosti vissa hópa fólks,“ segði ein kona í hópnum og bætti við:

„Þetta hringir svo mörgum viðvörunarbjöllum að persónulega myndi ég forðast þetta eins og heitan eldinn. Seljendur vilja hvergi birta almennilega upplýsingar um vöruna nema í gegnum persónuleg skilaboð, það hringir bjöllum. Það er til grúppa á Facebook sem heitir „Victims of Valentus.“[kaffið sem um ræði] Það hringir bjöllum. Það sem skrifað er hér að ofan að efni sem listað er upp í innihaldslýsingunni á vörunni sé á lista WADA yfir ólögleg örvandi efni, það hringir bjöllum!“

Kaffið er selt á Facebook og heitir síðan sem selur kaffið Heilsukaffi. Þar er kaffið auglýst til sölu og kostar sex daga prufuskammtur 2900 krónur og mánaðarskammtur 12900 krónur.

Fyrir stuttu ræddi DV við Heiðrúnu Finnsdóttur um aðra tegund af megrunarkaffi. Heiðrún fór í saumana á kaffinu og ástæðuna fyrir því að kaffið virðist virka.  Hún benti á að um væri ekki að ræða einhverja töfralausn heldur „hægðalosandi kúr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló