Það er möguleiki á því að félagaskipti Antoine Griezmann til Barcelona verði stöðvuð af spænska knattspyrnusambandinu.
Þetta staðfesti Javier Tebas, forseti spænska sambandsins í gær en Griezmann gekk í raðir Barcelona fyrr í mánuðinum.
Barcelona borgaði 120 milljónir punda fyrir Griezmann en það var kaupákvæði í samningi leikmannsins.
Verðið fór úr 200 evrum í 120 evrur þann 1. júlí en Atletico vill meina að samningar hafi náðst fyrir byrjun mánaðarins.
Atletico vill fá allar 200 milljónirnar fyrir Griezmann sem hefur nú þegar spilað æfingaleik fyrir Börsunga.
Það verður mjög áhugavert að sjá hvað gerist í málum Griezmann en Atletico hefur aldrei viðurkennt kaupin hingað til.