Maurizio Sarri, stjóri Juventus, neitar því að hann hafi rifist við Cristiano Ronaldo á hliðarlínunni í leik gegn Tottenham á dögunum.
Ronaldo virtist vera ósáttur með ákvörðun Sarri að skipta sér af velli þegar um 60 mínútur voru komnar á klukkuna.
Sarri segir að það hafi verið ákveðið að Ronaldo myndi spila í klukkutíma og neitar að það hafi verið vesen.
,,Við samþykktum það að hann myndi fá að spila klukkutíma,“ sagði Sarri fyrir leik gegn Inter Milan.
,,Ronaldo spurði mig hversu mikinn tíma hann ætti eftir áður en hann fór útaf.“
,,Ég sagði fimm eða sex mínútur og þegar hann kom útaf þá spurði ég hann bara hvernig hann væri.“