Manchester United er í dag sjötta verðmætasta íþróttafélag heims samkvæmt lista Forbes.
United var næst verðmætasta félag á síðasta ári en hefur fallið niður um fjögur sæti síðan 2018.
NFL liðið Dallas Cowboys er í efsta sætinu og þar á eftir kemur New York Yankees í hafnarbolta.
Spænsku risarnir í Real Madrid og Barcelona eru í þriðja og fjórða sætinu og í fimmta sætinu er körfuboltaliðið New York Knicks.
United er þriðja verðmætasta knattspyrnufélag heims en liðið var áður á toppi listanns.
Þetta má sjá hér.