fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Ronaldo sýknaður af ákæru um nauðgun

433
Mánudaginn 22. júlí 2019 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot en þetta var staðfest í dag.

Ronaldo var ásakaður um nauðgun af fyrrum fyrirsætunni Kathryn Mayorga en þau hittust á næturklúbbi árið 2009.

Mayorga ásakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi í Las Vegas en Portúgalinn hélt alltaf fram sakleysi sínu.

Engin sönnunargögn fundust í máli Ronaldo og hefur því verið lokað.

Mayorga og Ronaldo eyddu nótt saman á Palms hótelinu í Vegas en sá síðarnefndi var þá nýbúinn að skrifa undir hjá Real Madrid.

Mayorga hefur undanfarna mánuði verið í felum en hún fékk morðhótanir eftir að hafa opnað málið á ný.

Ronaldo var ekki lengi að svara fyrir sig eftir ásakanir Mayorga og neitaði allri sök á Instagram síðu sinni.

,,Þau vilja öðlast frægð á nafninu mínu. Það er eðlilegt. Þau vilja öll vera fræg. Það er hluti af starfinu,“ sagði Ronaldo á meðal annars.

Lögfræðingur Ronaldo, Carlos Osorio de Castro, staðfesti það í samtali við the Mirror í dag að málinu hefði verið lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð