fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Eiríkur segir Flugfélagið hafa gefist upp: „Íslenskan er hallærisleg“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enrico Ronaldo, áður Eiríkur Rögnvaldsson Mynd/DV

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir það ákveðna uppgjöf hjá Flugfélagi Íslands að hætta að nota nafnið og taka þess í stað upp enska nafnið Air Iceland Connect. Líkt og kom fram í fréttatilkynningu frá Air Iceland Connect þá er ástæðan aukin umsvif félagsins erlendis, samstarf við Icelandair og aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem nýta sér innanlandsflugið, sem og það kemur til með að auðvelda markaðsstarf.

Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann skilji það að Flugleiðir hafi breytt nafninu sínu í Icelandair á sínum tíma, en það sé uppgjöf að innanlandsflugfélag taki upp erlent nafn:

Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með, en það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.

Eiríkur er nú Enrico

Eríkur kvartaði á Fésbók yfir nafninu Amazing Home Show– sýningunni sem var haldin í Laugardalshöll nýverið, um sé að ræða íslenska sýningu fyrir Íslendinga, en beri samt erlent heiti. Fékk hann svo svar frá aðstandendum sýningarinnar Amazing Home Show að enska heitið gerði betur grein fyrir innihaldi sýningarinnar en sambærilegt íslenskt heiti. Við því sagði Eiríkur:

Íslenskan er hallærisleg. Hún er döll. Hún nær ekki þeim töfraljóma sem er yfir „Amazing Home Show“

Í kjölfar ákvörðunar Air Iceland Connect sagði Eiríkur Rögnvaldsson:

…hefur breytt nafni sínu í Enrico Ronaldo. Hljómar betur og er miklu markaðsvænna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi