James Milner, leikmaður Liverpool, var reiður út í Joris Gnagnon, leikmann Sevilla í gær.
Gnagnon fór í heldur groddaralega tæklingu er Sevilla og Liverpool áttust við í æfingaleik í Boston.
Yasser Larouci, ungur leikmaður Liverpool, fékk að finna fyrir því og var Milner ekki að spara stóru orðin eftir leik.
Tæklingin var ljót en dómari leiksins ákvað að senda Gnagnon af velli, skiljanlega.
,,Var þetta of mikið? Já, að mínu mati. Þetta var skammarlegt brot,“ sagði Milner í samtali við LFCTV.
,,Við vitum að þetta er bara vináttuleikur en þú sérð ekki mörg rauð spjöld þar, er það?“
,,Leikmaðurinn þeirra sagði að þetta væri undir dómaranum komið og að þetta væri tækling og brot. Það er mjög svekkjandi.“
,,Þetta er erfitt fyrir dómarann því þú vilt ekki nota rauð spjöld í æfingaleikjum, það er mjög sjaldgæft.“
Tæklinguna má sja hér.
Disgraceful tackle in a pre season friendly!! Sevilla’s Joris Gnagnon on Liverpool’s Yasser Larouci. Dreadful stuff #LFCPreSeason #Liverpoolfc pic.twitter.com/AswOBwZA8M
— Benjamin Chevreau (@benchevreau) 21 July 2019