fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Örnefnanefnd glímir við Google maps – Enskar þýðingar eins og „Diamond beach“ geti stefnt lífi fólks í hættu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. júlí 2019 12:17

Frá Breiðamerkursandi Mynd Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarfélögum á Íslandi hafa borist leiðbeiningar frá Örnefnanefnd, Stofnun Árna Magnússonar og Landmælingum Íslands, um hvað hafa þurfi í huga til þess að ný örnefni samræmist markmiðum örnefnalaga um viðhald og varðveislu örnefna og örnefnahefða.

Er lagt til að sveitarfélögin sjálf taki frumkvæði við nafngiftir þegar slík þörf skapist og sporni við því að óviðunandi nöfn skjóti rótum.

Þar á meðal er varað við því að enskar nafngiftir verði algildar hérlendis og mælt með að spornað verði við slíkri þróun. Vísað er til þess að Breiðamerkursandur sé nefndur „Diamond beach“  Google Maps leiðsöguforritinu.

Enskan stofni lífi fólks í hættu

Formaður Örnefnanefndar, Þórunn Sigurðardóttir, segir í Morgunblaðinu í dag að slík þróun skaði íslenska tungu:

„Það sem vakir fyrir okkur er einkum örnefnavernd, að íslensk örnefni glatist ekki. Við hvöttum því menntamálaráðuneytið til þess að hafa samband við Google og hvetja fyrirtækið til að nota örnefnagrunn Landmælinga Íslands, þannig að rétt örnefni séu í Google Maps.“

Bætir Þórunn við að ef fleiri en eitt örnefni séu notuð yfir sama stað, geti það stofnað öryggi fólks í hættu, þurfi það á aðstoð að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump