fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Nýr verðlaunapeningur: Perlan í forgrunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. júlí 2019 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr verðlaunapeningur fyrir Reykjavíkurmaraþon hefur verið afhjúpaður en þar er Perlan í forgrunni. Nú þegar hafa rúmlega sjö þúsund manns skráð sig í hlaupið. Í fréttatilkynningu vegna málsins segir:

„Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 24. ágúst næstkomandi og nú þegar hafa rúmlega sjö þúsund skráð sig til þátttöku. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur vel og er búið að safna rúmlega 17 milljónum króna til góðra málefna.

Nýr og glæsilegur verðlaunapeningur ársins lítur dagsins ljós í ár. Í forgrunni hans er Perlan sem er eitt af kennileitum Reykjavíkur og sést vel á maraþonbrautinni. Hönnuður verðlaunapeningsins er Guðmundur David Terrazas en hann er sjálfur hlaupari. Guðmundur er grafískur hönnuður að mennt og starfar sem listrænn stjórnandi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu.

Í fyrra var Hallgrímskirkja í forgrunni og er stefnt að því að hafa nýtt kennileiti úr maraþoninu á verðlaunapeningnum fram að 40 ára afmæli hlaupsins árið 2024.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”