fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Ef tillaga Íslendinga verður samþykkt þýðir það að allir sem unnu að henni fái bónusgreiðslur og það frá sjálfum eiturlyfjahringjunum“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun munu Sameinuðu þjóðirnar greiða atkvæði um tillögu Íslands varðandi það hvort rannsaka eigi stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Tillagan varðar stríðið gegn fíkniefnum sem stjórnvöld á Filippseyjum standa í.

Stjórnvöld á Filippseyjum hafa sætt harðri gagnrýni fyrir þetta stríð sitt, en talið er að mannréttindi séu brotin á degi hverjum. Lögreglan þar í landi hefur meðal annars verið ásökuð um að drepa þúsundir manna.

Utanríkisráðherra Filippseyja, Teddy Locsin Jr. var ansi harðorður í garð Íslendinga í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter í gær.

„Ef tillaga Íslendinga verður samþykkt þýðir það að allir sem unnu að henni fái bónusgreiðslur og það frá sjálfum eiturlyfjahringjunum.“

Teddy Locsin Jr. er stuðningsmaður forsetans Rodrigo Duterte, en það er hann sem stendur fyrir stríðinu gegn fíkniefnum. Báðir eru þeir afar umdeildir.

Á dögunum gengu fulltrúar Filippseyja af fundi þar sem tillaga Íslands var rædd óformlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“