Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru alls 61 mál skráð í dagbók lögreglunnar. Rétt eftir sex í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann og konu í annarlegu ástandi að reyna að komast inn í íbúð í hverfi 101. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var maðurinn og konan búin að fremja húsbrot í húsinu vegna málsins. Bæði voru handtekinn vegna málsins og flutt á lögreglustöð. Bæði voru síðar laus eftir skýrslutökur.
Í Kópavogi var ökumaður stöðvaður laust fyrir hálf sjö. Maðurinn var handtekinn, grunaður um fíkniefnaakstur. Maðurinn er sviptur ökuréttindum fyrir, vegna eldra máls. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og var laus eftir sýnatöku. Stuttu síðar barst tilkynning um eld í ruslagám í hverfi 109. Lögreglumenn fóru á staðinn ásamt dælubifreið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins. Skemmdir urðu ekki á gámnum en innihaldið náði að brenna. Upptök eldsins eru óljós.
Þegar klukkan var langt gengin í miðnætti var maður stöðvaður fyrir of hraðan akstur á bifreið á Reykjanesbraut, mældur hraði 118/80, af lögreglumönnum í hverfi 220. Kom síðan í ljós að maðurinn var ölvaður undir stýri. Maðurinn var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur bifreiðar og fluttur á lögreglustöð. Einnig kom í ljós að maðurinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Maðurinn var laus eftir sýnatöku.
Um hálf tvö í nótt var síðan tilkynnt um konu í miklu ölvunarástandi í hverfi 104. Lögreglumenn fóru á vettvang. Á einum tímapunkti tók konan sig til og sparkaði í lögreglumann. Konan var handtekinn vegna ofbeldis gegn opinberum starfsmanni. Konan var flutt á lögreglustöð og vistuð vegna málsins. Lögreglumenn í öllum hverfum þurftu að sinna einnig nokkrum kvörtunum um tónlistarhávaða í heimahúsum og fjölbýlishúsum. Alls voru vistaðir 4 manns á lögreglustöðinni við Hverfisgötu á umræddu tímabili.