Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar upplýsing vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu.
Á myndinni hér að ofan má sjá, þó óskýrt sé, ökumann bifreiðar. Lögreglan óskar eftir að ná tali af þessum manni og er hann vinsamlegast beðinn um að setja sig í samband við lögreglu í síma 444-1000.
Þeir sem telja sig vita hver maðurinn á myndinni er, eða hvar hann er að finna eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Upplýsingar má einnig senda með tölvupóst á unnar.astthorsson@lrh.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.