fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Lítið barn datt niður rúllustiga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 23:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálfsjö-leytið á miðvikudagskvöld voru lögregla og sjúkralið kölluð út í verslunarmiðstöð í hverfi 103 þar sem lítið barn hafði dottið niður rúllustiga. Barnið var flutt á bráðamóttöku LSH til aðhlynningar en reyndist ekki vera mikið slasað.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem barst til fjölmiðla um ellefu-leytið um kvöldið. Þar kennir margra grasa og verkefni lögreglunnar hafa verið margvísleg um daginn og kvöldið. Hér verður stiklað á því helsta:

Laust fyrir klukkan 18 var tilkynnt um að farþegi væri í farangursrými bíls sem ekið var um götur borgarinnar. Lögreglumenn fundu þennan bíl og reyndist ábendingin vera rétt. Í bílnum voru sex manns, þar af einn í farangursrýminu. Var ökumaðurinn sektaður og farþeginn í farangursrýminu þurfti að finna sér annan samgöngumáta til að komast leiðar sinnar.

Skömmu áður var lögregla kölluð að veitingastað í miðbænum þar sem drukkinn maður var með derring og læti. Lögreglumönnum tókst hins vegar að róa hann niður og hélt hann sína leið.

Klukkan hálffimm var tilkynnt um þjófnað á bakpoka í verslun í hverfi 105. Lögreglumenn skoðuðu upptökur úr öryggismyndavélakerfi þar sem þjófurinn sást stela bakpokanum og í framhaldinu fundu lögreglumenn þjófinn þar sem hann var í miðbænum með bakpokann á bakinu. Þjófurinn var handtekinn og bakpokanum skilað til eiganda. Að lokinni skýrslutöku var þjófurinn frjáls ferða sinna.

Upp úr klukkan þrjú var tilkynnt um árekstur í hverfi 108 þar sem ökumaðuinn sem varð valdur að árekstrinum stakk af. Lögreglumenn fóru á vettvang og fengu greinargóða atvikalýsingu og skráningarnúmer bílsins sem var ekið í burtu. Ekki var búið að hafa uppi á ökumanninum þegar síðast var vitað en hans er leitað.

Um þrjúleytið varð vinnuslys í hverfi 104 þar sem starfsmaður skarst á hendi. Var hann fluttur á bráðamóttöku LSH til aðhlynningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK