fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar flýr nágranna sinn: „Áreitni, hótanir og ærumeiðingar en ekki síst skelfingu lostin börn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur selt íbúð sína í blokk í Norðurbakka, að sögn vegna ofsókna nágranna síns. Friðþjófur greinir frá þessu í Facebook-færslu en Hringbraut og Fréttablaðið hafa einnig fjallað um málið.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Friðþjófur að skýringarnar á sölunni séu þessar:

„Áreitni, hótanir og ærumeiðingar en ekki síst skelfingu lostin börn sem ekki þorðu að vera heima hjá sér vegna óttatilfinningar er hluti af ástæðunni fyrir sölunni. Sem er auðvitað ömurlegt.“

Í Facebook-færslunni segir Friðþjófur:

„Norðurbakinn seldur í dag. Blendnar tilfinningar en það var ekki annað í stöðunni. Áreitni, hótanir og ærumeiðingar en ekki síst skelfingu lostin börn sem ekki þorðu að vera heima hjá sér vegna óttatilfinningar er hluti af ástæðunni fyrir sölunni. Sem er auðvitað ömurlegt. En við öll tímamót leynast tækifæri. Þannig höfum við turtildúfurnar ákveðið að fara að búa. Og nú taka við spennandi tímar við leit að nýju húsnæði í Hafnarfirði sem hýst getur mig og Laufeyju mína ásamt barnaskaranum okkar.“

Sagði að Friðþjófur ætti ekki börnin sín

Í viðtali við Hringbraut segir Friðþjófur að ofsóknir nágrannans hafi staðið yfir í tvö ár og um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi haldið fjölskyldu hans í heljargreipum. Nágranninn hafi meðal annars sagt að Friðþjófur ætti ekki börnin sín. Börn Friðþjófs sé dauðhrædd við manninn og segir Friðþjófur að honum þyki verst hvað þau hafi orðið að upplifa vegna þessara ofsókna undanfarin tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann