fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Eldum rétt svarar fyrir sig – „Við tækjum aldrei þátt í því að koma illa fram við fólk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get fullyrt fyrir hönd okkar hjá Eldum rétt að við tækjum aldrei þátt í því að koma illa fram við fólk og myndum heldur aldrei líta undan í aðstæðum þar sem slíkt væri látið viðgangast. Við höfðum hreinlega ekki vitneskju um að slíkar aðstæður væru uppi og teljum rétt að þetta mál fari sína leið fyrir dómstólum,“ segir Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt en stéttarfélagið Efling hefur stefnt félaginu og starfsmannaleigunni Menn í vinnu fyrir meint samningsbrot gegn erlendum verkamönnum. Sjá fyrri frétt

Eldum rétt segist telja rétt að málið verði útkljáð fyrir dómstólum en það snýst um hvort Mönnum í vinnu hafi verið heimilt að draga ýmsan kostnað frá launum verkamannanna eða ekki. Fréttatilkynningin frá Eldum rétt er eftirfarandi:

„Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa fjórir erlendir einstaklingar stefnt starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. ásamt Eldum rétt ehf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Ágreiningurinn snýr aðallega að því hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum starfsmannanna fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað einkum vegna húsnæðis, síma, líkamsræktar og ferðalaga. Umræddir einstaklingar unnu hjá Eldum rétt ehf. í gegnum Menn í vinnu ehf. í samtals fjóra daga á tveggja til fjögurra vikna tímabili í janúar og febrúar sl. 

Ekki er deilt um að starfsmennirnir nutu allra lágmarkskjara á þeim tíma. Ábyrgð Eldum rétt ehf. nær samkvæmt lögum ekki til þess að greiða fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað fyrir þessa starfsmenn. Um það munu þó dómstólar fjalla, fyrst Eldum rétt ehf. er dregið inn í þetta dómsmál að ósekju að mati félagsins.

Eldum rétt er rúmlega fimm ára gamalt fyrirtæki og meðalstarfsaldur starfsmanna eru tæp þrjú ár. Ákveði var að nýta þjónustu Menn í vinnu ehf. til að létta álagi á fasta starfsmenn Eldum rétt og jafna út álagspunkta, en ekki til að fara illa með fólk. Forsvarsmenn Eldum rétt ehf. taka fulla ábyrgð á því að hafa nýtt sér þjónustu Menn í vinnu ehf. en harma ef starfsmennirnir fjórir voru beittir órétti af hálfu starfsmannaleigunnar.

„Ég get fullyrt fyrir hönd okkar hjá Eldum rétt að við tækjum aldrei þátt í því að koma illa fram við fólk og myndum heldur aldrei líta undan í aðstæðum þar sem slíkt væri látið viðgangast. Við höfðum hreinlega ekki vitneskju um að slíkar aðstæður væru uppi og teljum rétt að þetta mál fari sína leið fyrir dómstólum“. (Kristófer Júlíus Leifsson, frkv.stj. Eldum rétt)“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK