fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Eiríkur dapur – „Það þarf enga andskotans nefnd“ – „Þetta er ekkert annað en mannvonska“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 12:10

Eiríkur Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði hefur seinustu daga verið duglegur að gagnrýna stjórnvöld og þá sérstaklega Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í sambandi við brottvísanir á fólki frá Íslandi. Þetta hefur hann gert í Facebook-færslum sem hafa skapað talsverða umræðu, en margir hafa tjáð sig í athugasemdakerfum undir færslunum.

„Sat úti í sólinni sæll og glaður. En svo fór ég að lesa fréttirnar og nú er ég ekki lengur sæll og glaður. Nú skammast ég mín fyrir íslensk stjórnvöld. Þetta er ekkert annað en mannvonska. Það getur vel verið að þetta sé samkvæmt lögum en þá eru lögin bara óréttlát og röng. Engir alþjóðasamningar skylda okkur til að senda fólk úr landi.“ segir Eiríkur í Facebook-færslu.

„Okkur vantar fólk – við erum alltof fá. Þessir drengir eru öruggir og ánægðir hér, eru að læra íslensku, og geta orðið nýtir Íslendingar. En við erum að brjóta þá niður, eyðileggja framtíð þeirra. Erum við virkilega ekkert betri en Trump?“

Vill ekki að við fórnum mannúðinni

Eiríkur segir í annari færslu að fyrir seinustu kosningar hafi hann líst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, þó hann hafi ekki kosið flokkinn. Hann segir að Vinstri grænir hafi þurft að „éta ýmis stefnumál ofan í sig“ til að ná fram öðrum málum sem snúa að jöfnuði og mannréttindum.

„Mannúð er samt eitt af því sem aldrei má fórna. En það er verið að gera núna. Það er ómannúðlegt og ómanneskjulegt að senda barnafjölskyldur sem hafa mátt þola ómældar þjáningar og hrakninga úr landi – út í óvissuna þar sem þeirra bíður engin framtíð. Engin lög og engir alþjóðasáttmálar skylda okkur til að senda þetta fólk úr landi. Þvert á móti – Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem jafnframt er íslensk lög skyldar okkur til að vernda börn og gera það sem þeim er fyrir bestu.“

Sér bæði lífsmark og kaldhæðni hjá Vinstri grænum

Eiríkur segist þó sjá lífsmark hjá Vinstri grænum, en segir það vera aumt. Þar talar hann um að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna vilji setja framkvæmd útlendingalaga fyrir þingnefnd.

„Hefur ekki séð mikið frá VG um yfirvofandi brottvísanir barna en hér er loksins lífsmark. Ósköp er það samt aumt – það á að setja málið í nefnd. Það bjargar ekki þeim börnum sem á að senda úr landi á næstu dögum. Það þarf enga andskotans nefnd. Það þarf bara að stöðva þessar brottvísanir strax, í stað þess að brjóta börn niður andlega.“

Í nýjustu færslu Eiríks talar hann um heimsókn sína á heimasíðu Vinstri grænna, sem honum virðist hafa þótt ansi íronísk.

„Fór á heimasíðu VG til að athuga hvort þar væri eitthvað um brottvísanir barna frá Íslandi. Tvær fyrstu fréttirnar fjalla um ferðir forystufólks VG út um heim til að tala um mannréttindamál. Kaldhæðnislegt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK